30 og þokkalega...
Ég hélt uppá 30 ára afmælið mitt í Laugardalshöllinni síðasta föstudag (17.nóv). Ég bauð frekar fáum en samt komu alveg rosaleg margir - það margir að ég varð að standa allan tímann. Ég vissi ekki að ég þekkti svona mikið af skrítnu fólki. Fólk þetta notaði allskonar klæði um sig, hvort sem það var í fallegum litum eða ekki og hvort sem þessir litir pössuðu saman eða ekki og sama hversu hlægilegt sniðið var eða ekki og hárgreiðslurnar maður.. Skyldi ég hafa unnið með öllum þessum fjölda eða voru þetta kannski vinir vina minna. Verð að fara að halda einhverja skrá yfir þetta.
Ég ætlaði að vera með bollu en hætti sem betur fór við það. Enda fékk ég rándýra hljómsveit til að spila. Gott að allt þetta fólk fór ekki að koma með gjafir. Pappírinn utan af þeim hefði fyllt kvennaklósettið og ég hefði þurft að þá gámaþjónustuna á staðinn til upphreinsunar. Svo ekki sé talað um bílferðirnar með innihaldið. Og hvar hefði ég svosem átt að koma þeim fyrir? Ég hefði þurft að selja Furugrundina um hæl og kaupa húsið af Atlanta gellunni sem getur ekki borgað verktakanum sínum.
Jó jó, takk allir fyrir frábært kvöld..
Ég ætlaði að vera með bollu en hætti sem betur fór við það. Enda fékk ég rándýra hljómsveit til að spila. Gott að allt þetta fólk fór ekki að koma með gjafir. Pappírinn utan af þeim hefði fyllt kvennaklósettið og ég hefði þurft að þá gámaþjónustuna á staðinn til upphreinsunar. Svo ekki sé talað um bílferðirnar með innihaldið. Og hvar hefði ég svosem átt að koma þeim fyrir? Ég hefði þurft að selja Furugrundina um hæl og kaupa húsið af Atlanta gellunni sem getur ekki borgað verktakanum sínum.
Jó jó, takk allir fyrir frábært kvöld..