Vello vello vigg vigg vigg...
Þá er það orðið staðfest. Ég er orðin íbúðareigandi. Það var skrifað undir samninga í gær og ég borgaði fyrstu milljónirnar. Ég var væl í huga þegar ég skoðaði heimabankann minn eftir þá afdrifaríku aðgerð.
Ég er búin að fá kjallaraherbergið afhent en fæ íbúðina ekki fyrr en 1. desember.
Annars er lítið að frétta. Krummi búinn að missa fyrstu tönnina og önnur farin að lufsast til og frá.
Ég man sem það gerst hafi í gær þegar ég var að missa mínar tennur.
Ég man sérstaklega hvað ég var hryllilega spæld úti Söndru Svanskonu þegar hún var að passa mig og gabbaði mig til að gapa svo hún gæti kippt einni tönninni úr bólgnum gómnum á mér. Hún var búin að vera með velgju í marga daga við að horfa á mig þegar ég var að ýta henni til og frá með tungunni. Í þá daga bjuggu þau hjónakorn og fjölskylda í Ási.
Svo eru bara ekkert svo voðalega mörg ár þangað til gómurinn á mér verður nakinn á ný.
Ég er búin að fá kjallaraherbergið afhent en fæ íbúðina ekki fyrr en 1. desember.
Annars er lítið að frétta. Krummi búinn að missa fyrstu tönnina og önnur farin að lufsast til og frá.
Ég man sem það gerst hafi í gær þegar ég var að missa mínar tennur.
Ég man sérstaklega hvað ég var hryllilega spæld úti Söndru Svanskonu þegar hún var að passa mig og gabbaði mig til að gapa svo hún gæti kippt einni tönninni úr bólgnum gómnum á mér. Hún var búin að vera með velgju í marga daga við að horfa á mig þegar ég var að ýta henni til og frá með tungunni. Í þá daga bjuggu þau hjónakorn og fjölskylda í Ási.
Svo eru bara ekkert svo voðalega mörg ár þangað til gómurinn á mér verður nakinn á ný.