Allt að verða reddí
Ég er búin að vera óð í dag. Bæði geð óð og pökkkunar óð. Ég er loksins búin að taka allt sem kemst fyrir í kössum og rusla því suður. Nema auðvitað kassa hrúguna í bílskúrnum hjá mömmu. Planið er að tína það yfir heiði eftir eyranu. Ég er meira að segja búin að færa stofuhillurnar, þvottavélina og þurrkarann í forstofuna hjá Dóra og svo klæddi ég þetta í dírindis plöst, teppi og fleira lauslegt. Nú vantar bara flutningabíl og jólaskraut í nýju íbúðina.