Hver er hér, hér, hér...
Jæja, nú ættu aðeins hörðustu lesendurnir að vera efitr og ætti að vera orðið óhætt að skrifa aðeins. Þetta er samt ekki tilkynning um að hér sé að fara af stað ofsafengið blogg með nýju lúkki og ferskustu straumum.
Tökum bara einn dag í einu eins og alkarnir.
Ég vil byrja á að óska Ársæli og Evu til hamingju með litla guttann. Hann er rosa sætur. Hann er kominn með nafn og allt. Hann heitir Alexander Örn Heiðberg.
En víkjum nú sögunni aftur að mér....
Það hefur ýmislegt drifið á daga mína (þessa örfáu daga síðan síðast). Ég hunskaðist í fjarnám í haust og það gengur bara ofsa vel. Námsþroskinn er allavega gríðarlegur og ég vil fá 10 í öllu. Fékk 9 í fyrsta verkefninu og var ekkert ofsakát. Ég var nú samt ekkert fúl með þetta en það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hefði alveg getað fengið 10 ef ég hefði ekki fallið á tíma. Það eru aldeilis breyttir tímar.
Skólann fíla ég svo vel að ég er búin að segja upp í vinnunni og hætti eftir 3 daga. Fjáramálastjórinn, deildarstjórinn og sviðstjórinn reyndu að múta mér með kauphækkun og fögrum orðum en mér finnst mikilvægara að mennta mig.
Ég er semsagt að fara í dagskóla eftir áramót. Ég er að fara í tanntækni, sem er aðstoðarmaður tannlæknis. Ég hef svosem lítinn áhuga á að læra það en ég er bara að auka líkurnar á að ég komist í tannsmíði. Ég sótti um í tannsmíði í sumar en fékk ekki inngöngu. Það eru bara 3 teknir inn á ári.
Újeee, ég sé að forsvarsmenn blogger.com hafa tekið upp á því að koma með "autosave" fídus svo að fólk eins og ég fái ekki ógeð á að blogga hjá þeim því það á allt til að strokast út þegar maður er búinn að skrifa langræður miklar. Það var reyndar aðalástæða þess að ég hætti að blogga á sínum tíma.
Tökum bara einn dag í einu eins og alkarnir.
Ég vil byrja á að óska Ársæli og Evu til hamingju með litla guttann. Hann er rosa sætur. Hann er kominn með nafn og allt. Hann heitir Alexander Örn Heiðberg.
En víkjum nú sögunni aftur að mér....
Það hefur ýmislegt drifið á daga mína (þessa örfáu daga síðan síðast). Ég hunskaðist í fjarnám í haust og það gengur bara ofsa vel. Námsþroskinn er allavega gríðarlegur og ég vil fá 10 í öllu. Fékk 9 í fyrsta verkefninu og var ekkert ofsakát. Ég var nú samt ekkert fúl með þetta en það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hefði alveg getað fengið 10 ef ég hefði ekki fallið á tíma. Það eru aldeilis breyttir tímar.
Skólann fíla ég svo vel að ég er búin að segja upp í vinnunni og hætti eftir 3 daga. Fjáramálastjórinn, deildarstjórinn og sviðstjórinn reyndu að múta mér með kauphækkun og fögrum orðum en mér finnst mikilvægara að mennta mig.
Ég er semsagt að fara í dagskóla eftir áramót. Ég er að fara í tanntækni, sem er aðstoðarmaður tannlæknis. Ég hef svosem lítinn áhuga á að læra það en ég er bara að auka líkurnar á að ég komist í tannsmíði. Ég sótti um í tannsmíði í sumar en fékk ekki inngöngu. Það eru bara 3 teknir inn á ári.
Újeee, ég sé að forsvarsmenn blogger.com hafa tekið upp á því að koma með "autosave" fídus svo að fólk eins og ég fái ekki ógeð á að blogga hjá þeim því það á allt til að strokast út þegar maður er búinn að skrifa langræður miklar. Það var reyndar aðalástæða þess að ég hætti að blogga á sínum tíma.