Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Eins gott að standa sig..

þriðjudagur, desember 04, 2007

Eins gott að standa sig..


Þessi var tekin af Krumma á flugvellinum þegar hann var að fara aaaaaleinn til Danmerkur í sumar.

Ég er búin að senda skammir á alla MySpace vini mína vegna þess að enginn kommentar hér. Þannig að það er eins gott að það sé eitthvað hér til að fólk geti kommentað yfir.
Nýjasta nýtt í náminu er að ég hef tekið þá ákvörðun að halda áfram í tanntækni og ætla að taka stúdentinn með. Svo ætla ég að sækja um í tannsmíði og viðskiptafræði á hverju sumri. Sú deild sem tekur mig fyrr inn, græðir. Sem verða vonandi tannálfarnir í Tanngarði.
Við erum farin að finna fyrir tekjuminnkun eftir að ég minnkaði vinnuna. Skrítið að þurfa allt í einu að fara að spara og spá í hvað maður er að kaupa. Ég ætla samt ekki að spara neitt sérstaklega á Spáni þó ég sé með innbyggða verðvakt. Innbyggðu vaktina er hægt að lama með sérstakri tækni (sem ég ætla að gera í þessa 7 daga). Þetta er svipað og að ganga um með eyrnartappa. Þeir sem vilja reyna þurfa að hanna lömunina sjálfir því það eru engar útskýringar til á þessu.