Fríið nálgast
Ég er að læra fyrir síðasta prófið. Mæting í það er eftir 3 klst. og 45 mín. Vandamálið er bara að ég get ekki einbeitt mér. Ofnakerfið í húsinu er bilað og það syngur í öllu dótinu. Bryjar flýgur til Barcelona í dag og ég virðist ætla hugsa fyrir hann, óumbeðin. Held það sé í ættinni að halda að allir í kringum sig séu vanfærir um að muna efitr öllu og gera allt rétt og mæta á réttum tíma. Svo er ég að hugsa um vinnuna. Ég veit að þar eru hrúgur sem þarf að afgreiða.
Góðu fréttirnar eru þær að ég náði Lol 103, sem er fjandi erfitt fag. Ég veit nú ekki afhverju ég að skrifa það hér þar sem ég er búin að gaspra það útum allan bæ. Ég varð svo ægilega glöð að ég varð að láta sem flesta vita á sem skemmstum tíma.
En... til hamingju ég.
Góðu fréttirnar eru þær að ég náði Lol 103, sem er fjandi erfitt fag. Ég veit nú ekki afhverju ég að skrifa það hér þar sem ég er búin að gaspra það útum allan bæ. Ég varð svo ægilega glöð að ég varð að láta sem flesta vita á sem skemmstum tíma.
En... til hamingju ég.