Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Hvað hef ég geeeeeert?

föstudagur, desember 21, 2007

Hvað hef ég geeeeeert?

Ég held ég hafi leikið minn heimskulegasta leik nýlega. Þannig er mál með vexti að við höfum alltaf ætlað að kaupa gítar fyrir Krumma því hann segist hafa áhuga á að læra á svoleiðis. Og sögur segja að krakkar sem fá bæði að vera í íþróttum og tónlist séu betur undirbúin fyrir lífið, kunni að skipuleggja sig betur og séu öflugri námsmenn. Það hefur ekki verið hægt að fá almennilegan barna gítar hér á íslandi lengi en við fundum notðan gítar í Alecante og keyptum hann á 40 evrur. Hann er víst mjög góður. Gleðin var þvílík að fá gripinn og hann glamrar á þetta allan daginn. Hann er meira að segja búinn að draga fram bók sem hann á sem er með nótum og textum og þykist vera að pikka upp nóturnar. Ó mig auma, nú er ég með tvær spilamýs á heimilinu...

Annars er Krummi nýbúinn í beltaprófi í Teakwando er kominn með eina "gula rönd".

Heimilisaðstæður eru orðnar þannig að þegar hann er ekki að æfa sig í spörkum og kílingum er hann að glamra.