Klikkað á kortum
Nú halda lesendur eflaust að ég sé að fara að skrifa um kreditkortaflipp í tilefni jólanna. En svo er nú aldeilis ekki.
Þar sem við skötuhjúin vorum í útlöndum og tímalítil með einsdæmum þessi jólin sendum við nær engin jólakort. Auðvitað fékk Dússinn okkar eitt og Hjörvar annað. Þá held ég að það sé upptalið. Hér með sendi ég rafrænar jólakveðjur til ykkar sem ég er vön að senda kort og allra hinna sem eiga það skilið.
Reyndar eru sárafáir sem lesa þetta blogg. Ég held að það sé bara mamma (hæ mamma) og Bjöggi (hæ Bjöggi) þegar hann nennir og kannski örfáir í viðbót. Þeim heilsa ég ekki nema þeir kvitti fyrir sig.
Sjáið hvað ég náði að klína kortaleysinu á útlandaferðina. Ég á alveg að kunna að skipuleggja. Enda komin af Cyrusar ættinni góðu og dóttir Helgu Skipulagshans.
Þar sem við skötuhjúin vorum í útlöndum og tímalítil með einsdæmum þessi jólin sendum við nær engin jólakort. Auðvitað fékk Dússinn okkar eitt og Hjörvar annað. Þá held ég að það sé upptalið. Hér með sendi ég rafrænar jólakveðjur til ykkar sem ég er vön að senda kort og allra hinna sem eiga það skilið.
Reyndar eru sárafáir sem lesa þetta blogg. Ég held að það sé bara mamma (hæ mamma) og Bjöggi (hæ Bjöggi) þegar hann nennir og kannski örfáir í viðbót. Þeim heilsa ég ekki nema þeir kvitti fyrir sig.
Sjáið hvað ég náði að klína kortaleysinu á útlandaferðina. Ég á alveg að kunna að skipuleggja. Enda komin af Cyrusar ættinni góðu og dóttir Helgu Skipulagshans.