Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Spennandi spenningur

föstudagur, desember 07, 2007

Spennandi spenningur

Jæja, apakettir. Nú fer að styttast í síðasta prófið sem er á mánudaginn. Ég á bara eftir að lesa námsefni vetrarins og gera 2 skilaverkefni. Sem betur fer er Krummi að fara að höggva (eða reyndar bara að saga) jólatré með Bjögga á sunnudaginn svo að þar fæ ég últra góðan frið. Svo er stráksi í Taekwando á föstud. og laugardag og þá get ég líka lært helling. Á þessu heimili er hver mínúta skipulögð. Stefnan er svo að henda öllum út þegar það er hægt.

Brynjar og Pési fljúga út sama mánudag og ég er að fera í síðasta prófið og svo lufsast á eftir þeim, 2 dögum síðar. Mér til ógnar og skelfingar sá ég að hitastigið er eitthvað að fara að hrapa þarna neeeðurfrá. Þá kaupi ég mér bara eitthvað hlítt til að vera í. Ég nenni ekki að taka neinn farangur með mér. Þetta er ég líka búin að skipuleggja. Það sem fær að fara með eru náttföt, nærföt og helstu hreinlætisvörur. Svo tek ég auðvitað tóma ferðatösku með.
Ég er samt ekki að fara í einhvern verslunarleiðangur. Þetta verður meira bara afslöppun og skemmtun með búðaráps ívafi. Svo ætla ég líka að gera eitthvað sólarstrandarlegt.
Wam, bam, búm, það eins og ég ætli að vera þarna í mánuð..