Herbergis...

Við erum komin með leigjanda í kjallara herbergið. Sá er íþrótta Serbi sem ég veit ekki hvað heitir því hann talar svo bjagaða ensku.
Ég vænti þess að íþrótta Serbar séu góðir leigjendur. Enda alltaf í íþróttum og reykja ekki. Hann segist vera að spila fótbolta með Víking en ég kíkti á heimasíðu Víkings og ég sá hann ekki þar. Kannski hefur íþrótta Serbinn dulbúið sig í íþróttaföt svo hann gæti logið fótboltasögunni til að hann væri líklegri til að fá herbergið.
Kannski er þetta svika Serbi eftir allt saman. Mér er svosem sama þó hann sé svika Serbi ef hann borgar leiguna og verður til friðs.