Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Ojjjj mig auma

föstudagur, febrúar 08, 2008

Ojjjj mig auma

Ég læt blogg dagsins byrja á hinum uppörvandi orðum "mér leiðist".
Í dag er ég veik og það er aldeilis leiðinlegt þar sem ég er að fara á árshátíð á morgun. Í tilefni þess pantaði ég mér tíma í klippnigu á mánudaginn. Gallerý gel varð fyrir valinu. Ég held að það sé hip og cool stofa en ég mun reyna að reikna hana út þegar ég mæti. Ef mér lýst ekki á blikuna ætla ég að fá mér þessa hefðbundnu skotheldu klippingu sem ég er búin að vera með síðan alltof lengi. En ef mér lýst vel á aðstæður og ber fullt traust til skærahaldara ætla ég að láta gera eitthvað svoooo villt að vinir og vandamenn eiga eftir að fá higgsta þegar þeir sjá mig. Mér finnst ég alltof fastheldin og rög þegar kemur að klippingum. Ég ætla að reyna að brjótast útúr því núna. Ég mun stunda útúrbrot.
Skál fyrir því.