Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: ÁLAG - ÁLÖG

föstudagur, apríl 04, 2008

ÁLAG - ÁLÖG

Það hvíla á mér álög. Þegar ég er undir álagi sest ég stundum bara niður og fer að gera eitthvað sem ég á ekki að vera að gera. Til dæmis er ég að blogga núna og ég á að vera að þrífa, redda boðskortum, baka afmælisköku, græja pappadiskum og afmæliskerti, fara í Bónus og fleira sem venjulegt fólk gerir þegar það þarf að halda 26 manna barna afmæli. Já, þú ert að lesa rétt kæri lestrarhestur. Ég þarf að skipuleggja þetta vel því litla stofan mín tekur ekki 26 í sæti. Ég þarf summsé að hafa þetta þrískipt. Bekkjabræður mæta kl 12-14, holl 2 kemur kl 14-16 og svo rest eftir það.
Ekki veit ég hvað ég á að gera við bekkjabræðrahollið sem inniheldur 10 vaska 7 ára polla. Vonandi verður gott veður svo það sé hægt að henda þeim út í fótbolta bara. Kannski ég geti þá virkjað íþrótta Serbann í skiptum fyrir súkkulaðikökubita. Kannski vill hann bara þriggjakorna samloku með osti.