Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Allt að smella

laugardagur, maí 31, 2008

Allt að smella

Við erum búin að vera á fullu í niðurpakki, sorteringum og þrifum. Búin að fara margar ferðir á sorpu og búin að raða þétt í geymsluna. Stofan okkar er hálf tóm en þó er hér myndarlegur kassastafli sem á að fara með til Danmerkur. Brynjar flýgur út á þriðjudagsmorgun en við Krummi förum viku síðar. Við verðum síma og internet laus frá miðnætti í kvöld en það verður hægt að ná í mig í gsm til brottfarar. Þið sem eruð að hugsa um að flytja milli landa skuluð hafa mikið meiri fyrirvara en við því þetta er massa vinna. Við erum dauðþreytt og erum ekki búin. Reyndar erum við líka búin að brasa fleira en þetta því við vorum að skipta um gler og flota svalir og eitthvað fleira fjör. Ekkert væl samt. Þetta gæti verið verra. T.d. ef við byggjum á jarðskjálftasvæðinu ógurlega þá væru kassarir okkar og innihald þeirra sennilega útum allt í dag. Það er samt allt útum allt en það er bara okkur að kenna.
Það sem er líka ófrágengið er að bíllinn er óseldur og íbúðin óleigð. Það er samt einn náungi að koma að skoða á morgun. Sá talar svo hraða og skrítna ensku að ég átti mjög erfitt með að skilja hann í síma. Vonum bara það besta.
Ef einhvern vantar góðan bíl sem kemst uppí mikið og er nýbónaður og skoðaður og með nýja bremsuklossa og diska, þá er velkomið að hafa samband.