Los hospitalos
Síðasta mánudag hugsaði ég með mér hvað hann Hrafn gæti verið endalaust dramatískur. Honum var svo illt í fætinum og kaus að hoppa um allt. Ég sá ekkert athugavert við fótinn svo ég hélt kannski að hann væri bara með strengi eftir nýliðna axjon helgi. Daginn eftir var hann enn verri og gat alls ekki stigið í fótinn. Eins og almenninlegri móður sæmdi, dreif ég hann uppá slysó. Enda ekki hægt að senda hann í skólann á einarari löpp. Þegar þarna var komið við sögu fann ég fyrir svolitlum móral að hafa hugsað með mér hvað hann væri mikil dramadrottning en sem betur fór hélt ég mér saman um það allan tíman. Nú er ég að opna mig, sko.
Það var frábær doktor/hjúkrunarkona sem sá um hann og sá strax að það væri eitthvað grumsó með mjaðmarliðinn hjá honum. Hún sendi hann í öll möguleg test. Honum var tryllað á milli hæða í hjólastól. Það var gríðarlegt sport og hann var svo sæll og glaður með stólinn að hann brosti allan tímann og var alltaf að blikka mig. Hann fór semsagt í rönken, ómmyndatöku, blóðprufu og streptococca sýnatöku.
Útkoman var að hann var með vökva inní mjaðmaliðnum sem orsakaðist af vírus. Þetta kemur víst fyrir og enginn veit afhverju.
Seinna sama dag krafðist hann að fara á vorhátíð 1. bekkjar sem ég leyfði honum og daginn eftir fór hann í skólann. Daginn eftir var hann orðinn eðlilegur í fætinum.
Undarlegt...
Það var frábær doktor/hjúkrunarkona sem sá um hann og sá strax að það væri eitthvað grumsó með mjaðmarliðinn hjá honum. Hún sendi hann í öll möguleg test. Honum var tryllað á milli hæða í hjólastól. Það var gríðarlegt sport og hann var svo sæll og glaður með stólinn að hann brosti allan tímann og var alltaf að blikka mig. Hann fór semsagt í rönken, ómmyndatöku, blóðprufu og streptococca sýnatöku.
Útkoman var að hann var með vökva inní mjaðmaliðnum sem orsakaðist af vírus. Þetta kemur víst fyrir og enginn veit afhverju.
Seinna sama dag krafðist hann að fara á vorhátíð 1. bekkjar sem ég leyfði honum og daginn eftir fór hann í skólann. Daginn eftir var hann orðinn eðlilegur í fætinum.
Undarlegt...