Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Restart

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Restart

Nú get ég loksins sagt að ég hafi tíma til að gera annað en eitthvað sérstakt, þ.e.a.s. að blogga. Ég held að internetið sé komið í lag og allt. Það er búið að vera algjör horror.

Ég er svo hrikalega vel gefin að ég þarf ekki að mæta í skólann í dag. Ég mæti næst kl 11,45 á morgun. Það er reyndar bara vegna þess að ég er búin með það sem hinir eru að læra núna. Annars gengur skólinn afar vel og við erum hætt að vera jafn örmagna eftir skóladaginn eins og við vorum fyrst. Það tekur sko á að vera í nýjum skóla, með nýjum nöfnum og með nýtt námsefni á nýju tungumáli.
Nú er ég fegin að hafa tekið eftir í dönsku í Grunnskóla Hvammstanga. Reyndar lærðum við bara að lesa hana og skrifa en það dugar til að byrja með.
Margt að læra en við förum ekkert að skæla því það rímar.

Krummi er alsæll í sínum skóla. Hann er með Gumma í bekk. Þeir eru saman allan daginn, bæði í skólanum og í gæslunni á eftir. Samt heyrist mjög oft: "má ég fara heim með Gumma?" eða "má Gummi koma heim með mér?". Svo er leikið sér eins lengi og lög leyfa. Þeir fengu að leika sér í gær og ég held það sé ánamaðkur hér úti á svölum núna. Hann er ekki á mínum vegum. Hann á heima í boxi og hjá honum er mold og gostappi með vatni í. Ég veit ekki hvort ormurinn á að baða sig eða drekka. Kannski er hann farinn að heimann því það var ekkert lok. Ég var ekkert að láta þá vita að lok gæti verið gæfulegt. Þeir þurfa að læra, ekki satt?

Ég hef ekki enn keypt mér myndavél svo það er engra mynda að vænta strax á þessari síðu. Ég vona samt að nettengingin haldist góð svo ég geti skrifað reglulega. Það er allavega búið að restarta síðunni...