Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Dásemdar Danmörk

mánudagur, september 22, 2008

Dásemdar Danmörk

Við erum að farast úr gleði hérna í Danmörku. Við erum búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki, búin að kynnast betur því fólki sem við þekktum hér og erum búin að fatta að það er nauðsynlegt að fá stundum pínulitla heimþrá.
Ef ég má kvarta aðeins, mætti vera aðeins hlýrra. Reyndar má ekki vera mikið hlýrra því þá myndi ég ekki nenna vera í skólanum allan daginn. Þannig að þetta er allt fullkomið.


Í skólanum í dag vorum við að gera mjög óvænt og skemmtilegt. Hlut sem mér hefði
aldrei dottið í hug að við myndum gera í þessu námi. Það er reydnar alveg rökrétt, svona þegar ég er búin að gera hann. Það var nefnilega að LEIRA. Þá er ég að tala um að alvöru leira. Svona leira, eins og Margrét frænka leirar. Reyndar vorum við að leira nákvæma eftirsteypu af risa tönn. Svo fáum við að brenna tönnina og nota eitthvað efni sem líkist postulini.
Njömm njömm, hlakkar til...

Alveg finnst mér merkilegt hvað skólagjöldin eru miðað við hvað við erum að nota af efni. Fyrir þá sem ekki vissu, þá eru skólagjöldin 0 kr.