Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Heitir maður API?

þriðjudagur, september 16, 2008

Heitir maður API?


Hvað er eiginlega að manni? REM voru að spila hér síðustu helgi og maður lét það fara framhjá sér. Maður fór ekki á Roskilde og ekki á Breethers. Þegar maður býr á Íslandi er maður alltaf að missa af öllu og vildi óska sér að maður byggi í útlöndum, þar sem allt er að gerast - alltaf. Svo flytur maður til útlanda, þar sem allt er að gersat - alltaf og gerir ekki allt sem er að gerast afþví að tíminn líður svo hratt og maður getur ekki munað allt sem er að gerast.

Að sjálfsöður er ekki hægt að gera allt. Það er ekki hægt vegna þess að $ vaxa ekki á trjánum, maður þarf að hugsa um heimilið og skólann og þ.a.l. að fá nóga hvíld. Það næst ekki næg hvíld á tónleikum. Maður kemur heim um miðnætti eða síðar. Svo þarf að tjúna sig niður og svo liggur maður uppí rúmi með íl í eyrunum til kl 2-3. Maður er heppinn ef maður getur sofnað um það leyti.

Þeim sem vilja leggja sitt að mörkum til að ég geti gert allt, er vinsamlega bent á "gera allt, styrktarsjóðinn" minn er það mjög svo velkomið að slúnka eins og einum 20 kalli þangað í viku. En það verður að vera danskur 20 kall því að ég bý, jú í Danmörku.