Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Lítil frænka, tennur hvítar og sérsveitin

miðvikudagur, september 24, 2008

Lítil frænka, tennur hvítar og sérsveitin

Hér með óska hjónaleysunum Bubba og Margréti til hamingju með krílið litla og vona að allt gangi vel. Ég hefði átt að fatta að eitthvað var á seyði þegar kommenta kerfið hjá mér lá í 0 skilaboðum, dag eftir dag. Margrét er minn tryggasti lesandi og kommentari. Ég bíð spennt eftir fréttum Margrét!

Í dag vorum við að gera fyndið. Fyrir hádegi vorum við að leira meira. Nú hef ég komist að því að leirinn sem við erum að nota er postulín. Reyndar efni sem er náskylt postulíni. Það finnst mér merkilegt. Ég fékk aukaverkefni sem var að búa til "postulíns" stimpil með nafnini mínu á. Það eru ekki allir sem eiga svoleiðs. Þannig að bráðum get ég farið að stimpla út um allt. Þeir sem vilja fá sent póstkort með nafninu mínu stimpluðu á eru beðnir að panta í tíma.
Eftir hádegi vorum við svo að búa til TANNKREM. Við mölluðum saman alls kyns undarlegum efnum og enduðum svo á piparmyntudropum. Önbelívebúl, ekki satt?

Að síðustu vil ég nefna að sérsveitin var hér fyrir utan áðan. Eða allavega 4 löggur í skotheldum vestum. Ég bý í afar fínu hverfi en það eru hér 2 fjölskyldur sem eru kallaðir "sígaunarnir". Þau eru stjörnuvitlaus, öll sömul. Börnin hafa víst hrækt á önnur börn og eru með allskyns önnur dólgslæti. Foreldrarnir slá börnin sín og hrista svo manni er um og ó.
Nú er semsé löð-reglan komin inní íbúðina þeirra (þau eru ekki heima) og ég sá þá útá svölum að leita af einhverju undir blómapottum og í þvottinum á snúrunni.
Þetta finnst mér spennandi. Reyndar svo spennandi að ég er búin að brjóta saman allan þvottinn á heimilinu. Það varð auðvitað að gerast við gluggann.