Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Meira af skóla

þriðjudagur, september 02, 2008

Meira af skóla

Okkur gengur ofsa vel í skólanum enda er mikið fjör. Við erum búin að beygja víra, bræða gómaefni, búa til barbie heilgóma og fl. athyglisvert. Enn er ég vond í að tala dönsku en dúndur góð í að lesa og skrifa. Brynjar er líka allur að koma til.
Við erum búin að sjá muninn á hópunum okkar. Fyrir þá sem ekki vissu er ég í 20 vikna fornámi en Brynjar í 30. Munurinn er semsagt sá að ég er meira í skólanum hvern dag. Allavega næstu 5 vikurnar.

Krummi kvartar undan því að í leikfimistímunum í hans skóla eru allir strax reknir úr sturtu og að stelpur og strákar eru með sama búningsklefa. Það finnst mér reyndar soldið spes. Hvenær ætli þessum grísum sé skipt upp í stelpu og stráka? Ég reyni að hughreysta og segi að hann hafi hvort eð er oft komið með mér í kvennaklefann í sundi. Honum finnst þetta samt skrítið.
Hann er alsæll á frítíðs heimilinu eftir skóla og þegar ég sæki hann er hann oftast fúll yfir að vera rifinn í burtu fra fjörinu.