Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Uppgjör helgarinnar

sunnudagur, september 28, 2008

Uppgjör helgarinnar

Hér er búið að vera nóg að gera. Við erum örmagna eftir helgina. Við fórum í mat og spil til KrisTó og co., steiktum vöfflur og buðum TóKris og co., lærðum heil ósköp, settum Krumma rúm loksins saman, fengum okkur ís, tókum til og vorum öll hin fjörgust.

Við Brynjar erum bæði í sífelldum hópaverkefnum. Það er verið að kenna skrílnum að vinna saman. Við höfum nokkrum sinnum lent í að gera allt verkefnið ein. Ég var einmitt í svoleiðis vinnu um helgina. Við nennum ekki að röfla yfir þessu því að við lítum á það þannig að ef við erum þau einu sem gerum verkefnin þá erum við líka þau einu sem lærum á þeim. Svo erum við ekki nógu góð í dönsku til að vera að kvarta eitthvað.

Krummi er alltaf að læra á gítarinn en er skelfing latur við það. Það eru ótrúlegustu afsakanir sem hann reynir að nota til að sleppa. T.d. vildi hann hjálpa mér að elda í kvöld og svo hefur hann nokkrum sinnum viljað fara að sofa þegar hann á að æfa sig. Þetta barn biður ALDREI um að fara að sofa.
Hann er kannski svona gasalega "þreyttur" alltaf vegna þess að hann er næstum með fullan munn af tönnum og bólginn góm. Það er nokkuð augljóst að hann þarf að fara í tannréttingar. Hann er með massívt frekjuskarð (sem mér finnst reyndar ekkert athugavert við) og svo eru hliðarframtennur á neðri hæð byrjaðar að vaxa fyrir innan allar hinar tennurnar.
Mér finnst mjög áhugavert að skoða uppí fólk þessa dagana. Ég er samt ekkert að ráðast á fólk og kíkja uppí það. Fjölskylduna mína litlu læt ég samt ekki í friði. Enda er ég í fullum rétti þegar ég skipa þeim að gapa.

Brynjar er byrjaður að vinna aðeins. Hann er að þrífa í einhverju stórfyrirtæki niðrí bæ. Hann er svo lítið í skólanum á daginn að hann vildi þetta sjálfur. Sá misskilningur hefur látið á sér kræla að ég hafi sent hann útá vinnumarkaðinn, en það er rangt með öllu. Er ég eitthvað frek eða hvað?