Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Bæng bæng

mánudagur, október 20, 2008

Bæng bæng

Ég á enga myndavél og verð því að setja inn gamlar myndir af okkur. Held að þessi mynd sé 1 árs. Myndavél var eitt af því sem við ætluðum að kaupa okkur þegar við flyttum til Danmerkur. Svo fór allt eins og það fór og enn höfum við ekki keypt hana. Okkur vantar líka 2 ipod-a ef við förum í skóla praktík, því þar er víst óverandi vegna kjaftagangs og almennra óláta. Svo vantar okkur borðstofuborð eða stórt eldhúsborð, því við erum að fá gesti um jólin og það væri skemmtilegra ef allir kæmust fyrir við jólaborðið. Við erum líka orðin fatalaus, en það er vegna þess að við týmum aldrei að kaupa okkur föt. Þar er nú bara almenn nýzka á ferð.

Þetta er alls ekki það sem ég ætlaði að skrifa um.

Gengin uppí Nørrebro eru endalaust að skjóta á hvert annað. Í dag var drive-by sem einhverjir eymingjans leikskólabörn urðu vitni að. Skóla praktíkin okkar er í þessu glæpa hverfi og mér lýst alls ekki á það. Það er fullt af fólki sem segir að það sé allt í góðu lagi að vera þarna og að þessar skot árásir séu bara eftir kl 18, eða svo. Árásin í dag var kl. 14, svo að ég held áfram að lítast ekki á blikuna.