Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Ólekker og truntuleg

fimmtudagur, október 09, 2008

Ólekker og truntuleg

Ég fór í lestarferð til Roskilde um daginn. Á bakaleiðinni var afar ólekker kona sem sat hinu megin við ganginn ásamt ca 8 ára strák hennar. Sú ólekkera tuggði tyggjó sem fagmaður. Reydnar hélt ég að neðri kjálkinn myndi hrynja af henni þegar mest gékk á. Hún spilaði líka tölvuspil í símanum sínum, á fullum hljóðstyrk. Krakkinn var vitaskuld ofsa spenntur að fylgjast með en eitthvað hefur móðurlufsunni mislíkað ágangurinn, svo hún bara SLÓ hann bara. Mér varð um og ó (og krakkanum líka) því að hann var ekki með nein læti. Svo skammaði hún eitthvað voðalega mikið. Ég laumaðist til að skoða þau í laumi. Það gerir maður þegar maður er sjokkeraður.
Svo kom að stráknum að spila, það átti greinilega að skiptast á. Þegar stráksi var búinn með sitt spil, sem var mjög stutt, þá startaði hann öðrum leik. Mamman var ekki kát með það og eftir eitthvað tuð þá hrifsaði hún spilið af honum og byrjaði sjálf. Svo kom eitthvað sigurlag í spilinu og hún sýndi þann þroska að head-banga við það. Rosa smart.
Þegar við vorum að vera komin á áfangastað þá bað hún mig um að færa mig svo hún myndi ekki reka töskuna sína í hausinn á mér. Taskan hennar var semsagt í farangursrýminu fyrir ofan mig. Þegar ég reis upp og hún kom nálægt mér þá fann ég ógeðs sígarettufýluna af henni. Ég hef sjaldan fundið aðra eins stækju. Úff.
Þá kom ég auga á ljósbleiku/sígarettugulu mikka mús handveskuna hennar. Það var ofsa ljótt. Aumingja barnið að neyðast til að vera í slagtogi með svona hræi. Vonandi lyktar hann ekki svona en ég náði ekki að þefa af honum.
Ég steig út úr lestinni á Hovedbanegården, fegin að hafa hana ekki lengur fyrir augum, eyrum né nefi. Samt angar allt frekar illa á Hovedbane...