Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Til lykke Bíí Djei

sunnudagur, október 26, 2008

Til lykke Bíí Djei

Eða hvernig var þetta nú eiginlega skrifað í USA..
Litla skrípið sem ég hafði svo gaman af að pína og stríða er lokskins að verða fullorðið. Lengi vel gat ég beitt kröftum mínum til að bíta, klípa, toga og hrinda. Þessir kraftar virtust endalausir á tímabili.
Skrípið fór stundum að grenja svo að ég þurfti að vanda betur til verks, þ.e.a.s. að meiða að mörkum grenju. Nógu mikið en ekki of mikið.

Svo breyttist eitthvað. Eldra systkinið, ég, varð alltaf linara og kraftlausara með tímanum. Allavega ef tekið er tillit til hvað yngra skrípið styrktist og óx. Áður en ég vissi af þá var kveekendeð orðið höfðinu hærra en ég og farið að vippa mér út frá öxl.

Einhverstaðar á milli þess að skrípið var aumt grey og svo síðar, höfðinu hærri, var ég vör við að ég þyrfti að láta af skrílslátum mínum - annars myndi ég hafa verra af.

Nú er ég góðmennskan uppmáluð.

Til hamingju með afmælið, Bjöggi!!!