Neikvæðni drepur
Í dag sá ég að rukkunin fyrir íbúðina okkar á Íslandi var komin í heimabankann. Ég bölvaði í hljóði (þar sem ég var ein heima og gat ekki kvartað í neinum öðrum) yfir því að afborgunin er búin að hækka um 10.000 kall á 2 árum. Ég smeygði mér inná landsbanka heimabankann og ætlaði að greiða kvikindið. Sá ég þá ekki að ríkisféhirðir hafi lagt inn hjá mér fullt af peningum, sem dugðu fyrir íbúðarláninu í þokkabót. Mér varð um og ó, hugsaði að þennan fjárans pening hafi ég ekki átt að fá því ég er flutt frá landinu og á ekki að eiga neitt inni hjá Íslandi. Alltaf verið að gera einvhver svona mistök. Ætli ég þurfi svo ekki að borga vexti af þessu þegar ég þarf að borga þetta til baka? Ég lét slag standa og spreðaði þessu í húsnæðislánið á svipstundu. Svo sjáum við bara til hvað gerist, hugsaði ég.

Svo hugsaði ég aðeins meira og fattaði það að ég gæti ekki volað yfir þessari aumu hækkun á láninu. Svo hugsaði ég ennþá meira og fann það út að þessi peningur sem ég fékk á reikninginn minn er einvher vaxtabóta/barnabóta afgangur síðan á skattaskýrslunni minni.
Ég er hætt að vera fyrirfram neikvæð.

Svo hugsaði ég aðeins meira og fattaði það að ég gæti ekki volað yfir þessari aumu hækkun á láninu. Svo hugsaði ég ennþá meira og fann það út að þessi peningur sem ég fékk á reikninginn minn er einvher vaxtabóta/barnabóta afgangur síðan á skattaskýrslunni minni.
Ég er hætt að vera fyrirfram neikvæð.