Skólinn minn er sniðugt, en soldið skrítið, apparat
Ég á aðeins 5 vikur eftir í grunn náminu. Nú hafa skóla ráðendur tekið upp á því að láta skipta um rafmagnstöflu í skólanum. Það skemmtilega við það er að kennararnir vissu ekki um það fyrr en daginn áður, svo þeir gátu ekki gert neinar ráðstafanir. 3x höfum við þess vegna verið send heim vegna rafmagnsleysis. 
Í dag vorum við í skólanum til hádegis. Eftir það vorum við send út í Netto að kaupa 20 rauðvíns flöskur. Svo áttum við að fara með 1 flösku hver, til tannsmiðanna sem við fengum að fara í prufu praktík fyrir 6 vikum. Skólinn splæsir að sjálfsögðu bæði lestarferðum og víngjaldi.
Undarlegt.
Af öðrum tíðindum.
Við erum nú orðin fleiri í heimili. Um þessar mundir, hafa silfruð óféti verið að gera sig heimakomin hér. Silfurskottur heita þær. Þær eru rosalega mjúkar og auðdrepanlegar. Það er nóg að sveifla einhverju á þær og þær steindrepast. Þær eru hryggleysingjar svo að búkurinn á þeim merst bara. Ætli að sé ekki svipað að pota í silfurskottu og þykkt krem. Nema kremið skundar ekki af stað um leið og það finnur fyrir hreyfingu í umhverfinu (sem betur fer). Það sem er sennilega viðbjóðslegast við kvikindin er hvað þau eru kvik. Sérstaklega þau eldri og lífsreyndari. Ég er dúndur góð í að murka börnin sem líta út eins og lítil og mjó kusk en þegar 1cm viðbjóðir skjóta upp kollinum hrópa ég á hjálp. Stundum er enga hjálp að finna og þá verð ég að redda mér. T.d. er eitt óargardýrið undir glasi í eldhúsinu. Það var veitt snemma í gærmorgun og er enn lifandi. Ég bíð spennt eftir dauðadeginum.

Í dag vorum við í skólanum til hádegis. Eftir það vorum við send út í Netto að kaupa 20 rauðvíns flöskur. Svo áttum við að fara með 1 flösku hver, til tannsmiðanna sem við fengum að fara í prufu praktík fyrir 6 vikum. Skólinn splæsir að sjálfsögðu bæði lestarferðum og víngjaldi.
Undarlegt.
Af öðrum tíðindum.
