Afhverju þurfa allar bloggfærslur að heita eitthvað?
Mér finnst eitt alveg stórmerkilegt hér í Danmörku. Danir þurfa oft að tala svo hátt við börnin sín. Sérstaklega þegar börnin eru að gera eitthvað siðugt (að foreldranna mati). Ég sá einu sinni konu með nýfætt barn í búð og hún átti við það ákaflega skrítið samtal. Mamman og unginn ræddu á mjög háu nótunum, hvað þeim vantaði nú til heimilisins og hvernig hitt og þetta smakkaðist. Í annarri búð var svo ein amma með ca 5 ára barnabarn sitt sem hún hrópaðist á við (reyndar hrópaði barnið ekki, frekar en í öðrum tilfellum). Þannig var að krakkinn var með vatnsflösku og var að pæla í því hvort vatnið gæti orðið meira í flöskunni. Amman hrópaði að það væri ekki hægt, það væri nú erfitt að láta vatnið verða meira (til að allir viðstaddir vissu um hvað málið snérist). Barnið talaði eitthvað meira en amman hrópaði aftur að til þess að vatnið gæti orðið meira í flöskunni, þá þyrftu þau nú að hafa vatnshana. Að því loknu leit amman í kringum sig með aðdáunar bros á vör, til að sjá hvort viðstaddir hafi ekki örugglega heyrt hvað barnabarnið var sniðugt.
Vildi bara koma þessu að..
Ég er búin með prófverkefnið mitt. Heilum 4 skóladögum fyrir áætlaðan skilatíma. Ég var meira að segja veik 1 daginn, þannig að persónulega finnst mér þetta afar góður tími. Til að vera góður tannsmiður, þarf maður bæði að vera fær og fljótur. Eða FF, eins og ég kýs að nefna það frá og með deginum í dag. Hinir í bekknum eru reyndar alvega að verða búnir. Þeir sem klára næstir eiga kannski 1-2 daga efitr. Svo eru reyndar 2 stelpur sem ég veit ekki alveg hvort nái að klára. Þær verða bara að eiga það við sjálfar sig og kannski blaðra aðeins minna í tímum. Önnur þeirra er reyndar alveg hæfileikalaus og á örugglega eftir að falla en hin vælir og volar alla daga og lætur aðra gera allt fyrir sig. Nú fær hún að gjalda fyrir það með reynsluleysi sínu..
Vildi bara koma þessu að..
Ég er búin með prófverkefnið mitt. Heilum 4 skóladögum fyrir áætlaðan skilatíma. Ég var meira að segja veik 1 daginn, þannig að persónulega finnst mér þetta afar góður tími. Til að vera góður tannsmiður, þarf maður bæði að vera fær og fljótur. Eða FF, eins og ég kýs að nefna það frá og með deginum í dag. Hinir í bekknum eru reyndar alvega að verða búnir. Þeir sem klára næstir eiga kannski 1-2 daga efitr. Svo eru reyndar 2 stelpur sem ég veit ekki alveg hvort nái að klára. Þær verða bara að eiga það við sjálfar sig og kannski blaðra aðeins minna í tímum. Önnur þeirra er reyndar alveg hæfileikalaus og á örugglega eftir að falla en hin vælir og volar alla daga og lætur aðra gera allt fyrir sig. Nú fær hún að gjalda fyrir það með reynsluleysi sínu..