Strætó
Við Hrafn erum farin að nota strætó aðeins meira en við gerðum. Ætli það sé ekki aðallega vegna kulda og þreytu. Svo er hjólið hans í hálfgerðu ólagi. Allavega erum við búin að taka strætó til Kristínar og Tóta, bæði í dag og í gær. Í gær vildi klippikortið mitt ekki klippast undir eins í strætónum, svo að bílstjórinn sagði okkur baaara að hoppa inn því það væri nóóóóg pláss. Þurftum semsagt ekki að borga. Grunar að það hafi verið vegna þess að við vorum með greni meðferðis, sem gestgjafar okkar gáfu okkur og það hafi dempt jólaandanum yfir stjórann. Áðan fórum við semsagt aftur heim með strætó og þá var bílstjórinn með jólasveina húfu og dró upp brjóstsykurs dúnk þegar hann sá Hrafn. Það er ekkert smotterí sem þeir eru vinalegir hér.