Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Ó, svo mikið að gera

föstudagur, desember 05, 2008

Ó, svo mikið að gera

Ég er í hálfnuð með 2ja vikna verklega prófið mitt. Verkefnið sem við fengum var "efri heilgómur með forjaxl úr gulli". Reydnar var gullið eitthvað gallað, þannig að við notuðum silfur í staðin. Mér gengur dúndur vel og virðist ekki ætla nota allan tímann. Klára þetta sennilega á miðvikudaginn. Nema auðvitað að eitthvað komi uppá. T.d. gæti gómurinn brotnað, akryl blandan mistekist eitthvað eða tennurnar hreyfst úr stað við akryl íhellingu. Sniðugt að reyna að íslenska allt sem maður er búinn að vera að læra á dönsku. Ef eitthvað af þessu gerist, verð ég að byrja uppá nýtt og þá eru góð ráð dýr.

Hér í danmörku virðast jólin koma hraðar en á Íslandi. Kannski er það vegna þess að ég veit ekki alveg hvar á að kaupa hvað. T.d. er ég búin að vera að leita af jólakortum. Hér eru bara til ljót jólakort. Þið sem fáið jólakort send, verðið að fyrirgefa það. Ég þoli ekki að senda ljót jólakort. Ég þóttist ætla að föndra kortin sjálf en gafst upp eftir 2 stk. Þetta tekur bara of langan tíma. Já, og þeir sem eiga að fá jólakort frá okkur, verða að fyrirgefa ef þau koma ekki. Ég er bara svo upptekin þessa dagana. Það sést kannski á bloggleysinu.

Hrafn er búinn að hengja upp viðvörun á herbergis hurðina hjá sér. Þar stendur að hann og Gummi séu þeir einu sem meiga vera í herberginu. Svo er krossað duglega yfir eftirtalin nöfn: Aldís, mamma, Brynjar.... Ég tek því þannig að við séum óvelkomin. Svo er mynd af skelfilegum eldspúandi dreka. Því tek ég sem hótun.
Hrafn er líka duglegur að segja mér að lesa miðann á hurðinni. Ég benti honum góðfúslega á að öll fötin mín væru inni hjá honum og mér þætti verra að standa ber fram á gangi meðan hann veldi föt dagsins á mig. Þá fékk ég leyfi til að koma inn, aðeins til að sækja mér föt. Svo meigum við koma inn á morgnanna (þegar á að vekja hann) og á kvöldin (þegar það þarf að breiða yfir hann og bjóða góða nótt).
Ég held hann endi á þingi ef þessi hentistefna heldur mikið áfram.