Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Þar kom að því..

miðvikudagur, janúar 28, 2009

Þar kom að því..

Ég gaf Brynjari, myndavél í jólagjöf svo ég gæti deilt lífi okkar með ykkur. Þetta var kannski jólagjöf sem var handa mér líka en í skaðabætur gef ég honum eitthvað einstaklega fallegt (sem ég get ekki notað) í afmælisgjöf. Sem betur fer styttist í afmælið hans, þannig að ég gleymi ekki að finna eitthvað sem passar við lýsinguna.

Hér koma fyrstu myndirnar sem teknar voru í kringum jól..


Þarna er búið að opna flesta pakkana. Þessi tölva átti svo eftir að fylgja barninu hvert mál, restina af jólunum. Enda var honum búið að langa í svona í langan tíma. Ég var leiðinlega mamman og setti reglur um tölvunotkunina. Þær eru enn í gildi en það er ekki eins þjáningaríkt að fylgja þeim núna.


Hér er Hrafn á hjólinu sem við gáfum honum í jólagjöf. Þetta er tekið beint niður úr glugganum okkar á jóladag. Það voru engir krakkar úti að leika sér en eymingja Hrafn var rekinn út í 1 rúnt. Enda að mygla vegna hinnar þekktu jóla inniveru. Ég hefði kannski átt að fylgja honum..


Helsta vörumerki Brynjars fékk að fjúka á haustmánuðum. Það er kannski ekki rétt að segja þetta, því hans allra helsta vörumerki eru auðvitað allir gítararnir hans. Þeim sleppir hann aldrei. Það sem ég er að tala um, er faxið góða. Hann fékk hreinlega nóg og lét mig á klippurnar. Ég höndlaði hárið á þann eina veg sem ég kann og rúði greyjið jafn stutt, alla leið. Ég held að hann hafi verið að vonast eftir einhverri snilli að minni hálfu en ég viðurkenni fúslega að ég kann bara ekki að klippa.
Takið eftir rúmfötunum sem lafa í gardínu stað..