
Barnið er búið að kvarta undan tanna eymslum í nokkrar vikur, held ég bara. Það er ekki hægt að bíta í brauð nema á sérstakann hátt því að ein tönnin er búin að vera svo laus. Samt hef ég ekki mátt gera neitt í málunum. Mér er illa treyst í tannmálum. Í dag fékk ég nóg og fékk mér eldhúsbréf og tók tönnina bara úr. Það var ekki hægt að ná henni úr með fingrunum einum saman því sleipt var kvikindið. Það þurfti heldur engin átök til að ná henni úr, þegar pappírinn var mundaður. Takið eftir hvað framtennurnar eru komnar langt til hliðar. Þetta gerist nefnilega þegar það er laust pláss einhversstaðar í munninum. Tennurnar vilja bara loka því á hvern þann hátt sem þær mögulega geta. Þessi póstur átti samt ekki að vera um tannfræðslu. Mér finnst gatið eftir úrteknu tönninu sérlega smart. Líka horið í nefinu og glansandi augun.

Í veikindum á að hafa það gott. Hér er alveg verið að fara eftir þeim reglum. Náttföt og tölvuspil passa líka svo vel saman. Ég held hann sé loksins orðinn frískur en ætla að halda útiveru banni allavega í dag til að hann komist í skólann á mánudaginn.

Þessi segir sig nú bara sjálf. Þarna er vembillinn Langakló eitthvað að glenna sig..