Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Máttur internetsins

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Máttur internetsins

Þessa dagana er ég algjörlega á fullu í internet leit. Stundum hugsa ég "djöfuls internet, tekur allan minn tíma" og auk þess hef ég gleymt að borða heilan dag því ég hef verið svo upptekin í þessu. Nú er ég að leita að íbúð, barnavagni, rimlarúmi og allskonar fleiru sem verður á netleitar leið minni. Svo þarf að stússa í ýmsu í sambandi við skólann og praktíkplássið sem ég ætlaði að vera búin að græja..

Í gær fattaði ég að það væri samt skömminni skárra að eyða þessum tíma fyrir framan tölvuna, heldur en að þurfa að æða útum allan bæ í nýju landi (kannski er ekki endalaust hægt að kalla þetta nýtt land).
Ef ég ætlaði að taka þetta internet laust, þá yrði ég að taka með mér eftirfarandi í bakpoka:
Símaskrá
Orðabók
Borgarkort (jafnvel staðsetningartæki)
Almennings samgangna fargjald af einhverju tagi
Síma
Nesti
Pening

Ég held ég sleppi því bara og haldi áfram að lafa fyrir framan tölvuna.