Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Órói í skólanum

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Órói í skólanum

Við Brynjar vorum að frétta að ein stelpa úr hans bekk var næstum lamin í skólanum í desember. Það var víst eitthvað vegna þess að hún var að verja mig. Stelpur úr mínum bekk voru að ræða að þær skildu ekki hvernig ég hafi fengið 12 í lokaprófinu en þær bara 7. Þeirra rök voru að ég kynni ekki einu sinni dönsku og varnarmaður minn túlkaði það þannig að þeim findist ég hreinlega of heimsk til að gera fengið 12.
Málið er það að Brynjars bekkur og þar á meðal varnarmaður minn eru lengur í grunnnáminu vegna þess að þau eru ekki nógu sterk í dönsku. Það er málfræði, stafsetning og eitthvað svoleiðis sem vantar eitthvað uppá. Allavega... Varnarmaðurinn spurði stelpurnar þá hvort þeim findist þá þau sem væru í hennar bekk (og Brynjars) öll vera nautheimsk. Svo gékk eitthvað meira á og hún sagði besta vini sínum frá þessu. Þessi besti vinur hennar er svo aftur besti vinur Brynjars í skólanum. Þegar baktalarnir úr mínum bekk komust að því, varð allt geggjað og þær ætluðu hrienlega "í´ana". Varnarmaðurinn varð bara skíthræddur og við erum að frétta þetta núna. Já, það er axjon í skólanum..

Svo fór bekkurinn minn út að borða eftir prófið en mér var ekki boðið með. Reyndar var mér svo boðið með í matinn sem var búið að ákveða fyrir prófið. Ég komst ekki í hann. Mér finnst þetta alveg stórkostlegt því að það breyttist allt eftir þessa blessuðu einkunn. Eru danir virkilega svona rosalega öfundsjúkir? Ég var búin að heyra það en aldrei lent í því sjálf.

Ég er ekki sár eða svekkt heldur finnst mér þetta bara svo undarlegt allt. Soldið svona eins og köld gusa, beint í fésið. Eins gott að þær voru engar sérstaklegar viknonur mínar. Reyndar leiðist mér þær. Enda eru þær sleikjulegar með einsdæmum. Ég forðast fólk sem er sleikjulegt og falskt. Það getur hreinlega átt sig.
Já, og svo er ein þeirra búin að vera að senda mér einhver skilaboð á vinalegu nótunum. Örugglega til að tékka hvort ég sé búin að frétta þetta.

Nú verð ég bara að finna praktíkpláss til að gera þær alveg brjálaðar. Þá þarf ég aldrei aftur að hitta þær aftur. Nema frá 1. maí til þess dags sem ég hætti vegna fæðingarorlofs. Sennilega verður það 15. júní.