
Hér er sjúklingur vikunnar að störfum. Hann er búinn að vera veikur síðan á sunnudaginn. Það eru undarleg veikindi í gangi. Hitinn fer stigvaxandi með hverjum degi og í gær náði hann 39 stigum. Svo gerðust undur og stórmerki í morgun. Hann er alveg hitalaus og byrjaður að reikna í skólabókinni sinni. Vonadi helst hann hitalaus í allan dag.

Brynjar er hins vegar í miklum tónlistar ham. Hann semur og spilar á báða bóga og stundar samspil yfir internetið. Það var allavega einhver tilraunamennska í gær sem ég veit ekki hvernig gafst. Hér er hann að störfum við geimskipið sitt. Það er sumsé tölva heimilisins. Vegna þessa áhuga hans, verð ég að gerast morgun bloggari og internet hangari því það er ekki hægt að komast að á kvöldin. Ég er nú samt ekkert að kvarta því ég fæ alveg frið með sjónvarpið á meðan hann er svona duglegur í tónlistinni.