Föstudagurinn 13.
Við vorum að fá nýja íbúð. Það er efri sérhæð með svölum og garði. Algjört æði. Eigandinn er listamaður sem er að fara að vinna á Jótlandi. Honum þykir ekkert lítið vænt um íbúðina sína. Enda er hún rosalega vel með farin og falleg. Hann er búinn að flísaleggja eldhúsgólfið í rosa spes munstur og svo er flísalagður áttaviti í forstofu gólfinu, þannig að við ættum aldrei að vera áttavilt. Eigandinn er gríðarlega stoltur af honum. Ef við viljum ganga í norður, þá bara kíkjum við á gólfið áður en lagt er í hann. Það eru rósettur í öllum loftum, glæný þvottavél í kjallaranum, stór ísskápur og risa stór garður með hvítri styttu og alles. Svo má ekki gleyma því að það er baaaaaðkaaaaar í kjallaranum líka. Ég held samt að það sé sameiginlegt með neðri hæðinni, en það gerir ekkert til því það er sturta í íbúðinni. Við tókum myndavélina með í gær þegar við lönduðum samningnum, en gleymdum því miður að taka myndir.. Stressið og spenningurinn var þvílíkur að ég svitnaði á bakinu og fattaði það ekki fyrr en við vourm komin út. Íbúðin er í einbýlishúsa hverfi og það eru víst fullt af krökkum sem búa þarna. Við skrifum undir leigusamninginn á föstudaginn og eigum þá að borga fullt af dönskum pjéníngum. Ég vona bara að við lendum ekki í gjaldeyris vanda. Ég er pínu banginn vegna þess að þá verður föstudagurinn, 13... óhappa ógeðs dagur. Vonandi er sú hjátrú bara bull.
Við fáum íbúðina afhenda 1. mars en getum sennilega ekki flutt fyrr en Brynjar er búinn í skólanum, 20. mars. Það verður erfitt að bíða svona lengi en námið hefur forgang. Óþolandi skynsöm alltaf hreint...
Hér er ég að fletta í orðabókum fyrir Brynjar. Það munar rosa miklu í lærdómstíma ef það nennir einhver að vera á orðabókinni. Ég verð að segja að ég sakna þess mjög að vera ekki í skólanum. Það er svo skrítið með þennan skóla að hann fær að læra miklu meira en ég. Þá verður hann bara vitrari. Gáfaður eins og ugla. En það er eins það sé engin sérstök námsskrá í gangi.
Hér er ég í vinnunni. Þessi mynd var tekin eftir að það fattaðist að myndatökur af nýja framtíðar heimilinu gleymdust. Takið eftir hvað ég skemmti mér vel..
Við fáum íbúðina afhenda 1. mars en getum sennilega ekki flutt fyrr en Brynjar er búinn í skólanum, 20. mars. Það verður erfitt að bíða svona lengi en námið hefur forgang. Óþolandi skynsöm alltaf hreint...

