Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Síðasta vika

mánudagur, febrúar 23, 2009

Síðasta vika

Hrafn var hress alla vikuna. Þessi mynd segir kannski allt sem segja þarf.
Mér dauðbrá á fimmtudaginn þegar ég sótti Hrafn í skólann. Allan daginn hélt ég að þarna væri ljón á ferðinni en svo um kvöldið þegar myndatakan fór fram, kom í ljós að hið meinta ljón var íkorni eftir allt saman. Það segir sig kannski sjálft þegar rýnt er í framtennur dýrsins.

Hér voru bakaðar bollur í gær. Ég fann uppskrift á netinu en hún hefur greinilega verið uppskrift að smábollum. Þær voru mjög svo penar hjá mér að þær voru hámaðar í sig í tveimur munnbitum. Það var líka allt í lagi því að þeim sökum varð hin árlega rjóma glíma auðveldari. Súkkulaðið heppnaðist sérlega vel og eftir átið varð Brynjar gjörsigraður og steinsofnaði. Hann þolir víst ekki svona mikinn sykur, að eigin sögn. Ég hins vegar höndla hann vel og varð öll hin fjörugasta. Krummi svindlaið og át 2 risavaxnar bollur hjá vini sínum áður en hann kom heim. Hann náði svo að borða 1 smábollu hér heima. Ekki sérlega góður árangur það.
Enn á ný finn ég vorþef í lofti - og á kortum. Þá getur húsvöruðurinn Brian kannski slakað á með hávaðasama snjóblásarann sinn sem hann hamaðist um með í gærmorgun. Hver fer að búa til göngustíga í snjóinn klukkan 8 á sunnudagsmorgni? Ég held hann sé ekki með fulle femm þessi maður. Ekki nema von að það kosti að búa hér. Það er svoleiðis hægt að spranga hér um á pinnahælum allt árið, algjörlega óháð veðri og tíðarfari. Svo var allur snjór horfinn (sá sem var ekki blásinn í burtu) um seinnipartinn.
Nú ætti Brian hins vegar að fara að huga að slátturvélinni og arfabrennslugræjunni en hann þarf ekki að dusta rykið af laufblásaranum fyrr en í haust. Annars er aldrei að vita nema hann þurfi að blása einhverju eitthvað fyrir þann tíma. Það er alveg ótrúlegt hvað til er af hávaðasömu og umhverfismengandi óþarfa tækjum. Hvað varð um gömlu hrífuna og járndótið til að moka upp arfa? Ég segi bara, "á hnéin með þig, Brian"....