Undirskriftin
Við fórum að skrifa undir íbúðar leiguna í gær. Það gékk vonum framar, miðað við hvernig dagurinn var búinn að vera. Í þetta sinn tókum við myndir..
Þetta er svalahurðin í stofunni.
Þetta er líka í stofunni fögru. Takið eftir innbyggðu hillunum.
Sami veggur og ein af hinum dásemdar rósettum í loftinu.
Þetta er séð úr stofunni og inn í tilvonandi svefnherbergi okkar Brynjars. Á milli stofunnar og herbergisins eru tvær glerhurðir með mörgum smágluggum. Þær opnast í hina áttina og sjást ekki á þessum myndum.
Það virkar allt rosalega lítið á þessum myndum. Við fengjum aldrei vinnu sem ljósmyndarar á fasteignasölu.




Það virkar allt rosalega lítið á þessum myndum. Við fengjum aldrei vinnu sem ljósmyndarar á fasteignasölu.