Er einhver hundur í þér?
Síðasti laugardagur byrjaði með leiðindum. Hrafn var bitinn af hundspotti heimsku. Hann var að ganga á eftir þeim (voru 2 í bandi) á gangstéttinni og var greinilega of nálægt. Allavega stökk annar hundurinn á hann og rak 1 tönn í hann. Ég sá þetta ekki og vissi ekki að hundurinn hafi bitið fyrr en eigandinn var farinn inní garðinn sinn. Brynjar bankaði uppá hjá gaurnum og sagði hvað hafi gerst og Krummi fékk sýkladrepandi smyrsl, plástur og súkkulaði. Svo á einhvern undraverðan máta, var fólkið farið að halda einvherja ræðu yfir okkur um að það mætti ekki hlaupa aftan að hundum og var með fleiri ásakanir. Ég spurði hvort ég þyrfti ekki að fara með hann til læknis og húsfrúin sagði það algeran óþarfa því hennar hundar væru alltaf með hreinar tennur og bitu aldrei. Þetta átti greinilega að skrifast á Krumma, sem by the way gerði ekkert rangt. Þetta voru bara eitthvað geðsjúkir hundar. Ég hef labbað framhjá garðinum þeirra og þeir standa gaggandi við grindverkið.
Eftir þetta fórum við haltrandi í laugardagsskólann og smíðuðum bát sem hafði blöðru sem mótor. Það var rosalegt fjör og sennilega hálf kjánalegt að sjá mig með sög um hönd að reyna að finna sögunar stellingu sem myndi ekki kremja á mér vömbina. Ég vil meina að minn bátur hafi verið betri en Krummi þvertekur fyrir það og segir sinn fara hraðar og að blaðran á mínum sé eitthvað biluð.
Allan daginn fylgdist ég með bitsárinu og var alltaf að velta því fyrir mér hvort ég ætti að láta líta á þetta. Ég fékk ráð og tillögur frá ýmsum og það endaði á að ég hringdi á slysó. Mér var sagt að mæta. Þar sem slysó er hér rétt hjá, ákvað ég að strætó væri besti fararmátinn. Enda allt í góðu með kauða. En svo breyttist allt. Á leiðinni út á strætóstöð fór Krummi að anda með miklum óhljóðum (eins og hann væri að kafna), svo greip hann um hálsinn og varð skrítinn á svipinn. Eftir það varð honum óglatt og slefaði á jörðina, eins og hann væri að fara að gubba. Ég fríkaði út (á yfirvegaðan máta, inní mér) og tengdi þetta strax við bitið og stífkrampa. Ég veit ekkert hvað stífkrampi er eða hvernig hann virkar. Nú voru góð ráð dýr. Hvort átti ég að taka strætó eða leigubíl? Var ég kannski að fara að standa í strætó-gubbu-atriði? Hvort er betra að láta hann gubba í strætó eða leigubíl? Átti ég kannsi að hringja í sjúkrabíl? Ég kom sjúklingnum að strætóstöðinni og ákvað að bíða átekta. Hann var ekki dularfullur á litinn og virtist ekki vera að kafna eða falla í yfirlið. Ég hélt fast utanum hann og þá leið honum betur. Strætó kom og við dúndruðumst inn. Við komumst alla leið á slysó í strætó og barninu var batnað. Enda brá mér svo mikið að ég sagði honum að hann mætti ekki hræða mig og yrði að segja nákvæmlega hvernig honum liði því þá væri hægt að lækna hann rétt.
Þarna vorum við mætt í afgreiðsuna og ég sagði á spari dönskunni minni "han har været bidt af en hund". Afgreiðsludaman skildi ekki hvað ég sagði. Hrafn sá að hér þyrfti hann að bjarga málunum (ég hef heyrt hann segja við bekkjasystur sína að mamma sín sé ööömurleg í dönsku). Hann sagði á miklu betri dönsku að hann hafi verið bitinn af hundi. Þegar þarna var komið við sögu var hann hress sem vindurinn. Allavega alveg þangað til við vorum leidd inná skyndi skoðunarherbergi eitthvað til að meta hversu alvarlegt þetta væri. Þá var mínum aftur orðið ægilega óglatt og fékk vatn að drekka. Við vorum send í biðstofuna með vatnsglasið og barninu batnaði um leið og hann sá að leikjatölvan var með í för.
Þetta hefur þá bara verið svona rosalega sálrænt hjá honum. Enda afar dramatískt barn.
Á biðstofunni þurftum við að dúsa í rúma 2 tíma. Þarna var allskonar fólk með allskonar eymsli. Það var mikið að gera og nokkrir þurftu að standa á ganginum fyrir utan biðstofuna. Krummi spurði hvort hann þyrfti að vera í hjólastól en það var óþarfi í þetta sinn. Þegar röðin kom loksins að okkur, vorum við fljót afgreidd. Sárið var hreinsað og hann fékk 2 flöskur af fljótandi pensilíni. Þegar ég uppgvötaði að þetta væri í mixtúru formi varð mér um og ó. Hver man ekki eftir ógeðslegu barnæsku meðulunum í vökvaformi, ojj. Nú er öldin önnur. Krumma hlakkar alltaf til að fá skammtinn sinn og segir þetta vera eins og jógúrt á bragðið. Hann getur líka séð lækningarmátt lyfsins og segir sárið minnka á hverjum degi.
Á skaðastofunni spurði ég hvort maður ætti alltaf að koma ef maður yrði fyrir hundabiti og svarið var já. Börn á íslandi fá stífkrampa sprautu þegar þau eru 5 og 14 ára og þær eiga að duga til þess að þau þurfa ekki að fá sprautu við bit. Mér skilst að sprautan eigi að duga í 10 ár, þannig að ef maður er orðinn meira en 24 ára hlýtur maður að þurfa að fá skammt ef maður er bitinn. Þá veit maður það..
Eftir þetta fórum við haltrandi í laugardagsskólann og smíðuðum bát sem hafði blöðru sem mótor. Það var rosalegt fjör og sennilega hálf kjánalegt að sjá mig með sög um hönd að reyna að finna sögunar stellingu sem myndi ekki kremja á mér vömbina. Ég vil meina að minn bátur hafi verið betri en Krummi þvertekur fyrir það og segir sinn fara hraðar og að blaðran á mínum sé eitthvað biluð.
Allan daginn fylgdist ég með bitsárinu og var alltaf að velta því fyrir mér hvort ég ætti að láta líta á þetta. Ég fékk ráð og tillögur frá ýmsum og það endaði á að ég hringdi á slysó. Mér var sagt að mæta. Þar sem slysó er hér rétt hjá, ákvað ég að strætó væri besti fararmátinn. Enda allt í góðu með kauða. En svo breyttist allt. Á leiðinni út á strætóstöð fór Krummi að anda með miklum óhljóðum (eins og hann væri að kafna), svo greip hann um hálsinn og varð skrítinn á svipinn. Eftir það varð honum óglatt og slefaði á jörðina, eins og hann væri að fara að gubba. Ég fríkaði út (á yfirvegaðan máta, inní mér) og tengdi þetta strax við bitið og stífkrampa. Ég veit ekkert hvað stífkrampi er eða hvernig hann virkar. Nú voru góð ráð dýr. Hvort átti ég að taka strætó eða leigubíl? Var ég kannski að fara að standa í strætó-gubbu-atriði? Hvort er betra að láta hann gubba í strætó eða leigubíl? Átti ég kannsi að hringja í sjúkrabíl? Ég kom sjúklingnum að strætóstöðinni og ákvað að bíða átekta. Hann var ekki dularfullur á litinn og virtist ekki vera að kafna eða falla í yfirlið. Ég hélt fast utanum hann og þá leið honum betur. Strætó kom og við dúndruðumst inn. Við komumst alla leið á slysó í strætó og barninu var batnað. Enda brá mér svo mikið að ég sagði honum að hann mætti ekki hræða mig og yrði að segja nákvæmlega hvernig honum liði því þá væri hægt að lækna hann rétt.
Þarna vorum við mætt í afgreiðsuna og ég sagði á spari dönskunni minni "han har været bidt af en hund". Afgreiðsludaman skildi ekki hvað ég sagði. Hrafn sá að hér þyrfti hann að bjarga málunum (ég hef heyrt hann segja við bekkjasystur sína að mamma sín sé ööömurleg í dönsku). Hann sagði á miklu betri dönsku að hann hafi verið bitinn af hundi. Þegar þarna var komið við sögu var hann hress sem vindurinn. Allavega alveg þangað til við vorum leidd inná skyndi skoðunarherbergi eitthvað til að meta hversu alvarlegt þetta væri. Þá var mínum aftur orðið ægilega óglatt og fékk vatn að drekka. Við vorum send í biðstofuna með vatnsglasið og barninu batnaði um leið og hann sá að leikjatölvan var með í för.
Þetta hefur þá bara verið svona rosalega sálrænt hjá honum. Enda afar dramatískt barn.
Á biðstofunni þurftum við að dúsa í rúma 2 tíma. Þarna var allskonar fólk með allskonar eymsli. Það var mikið að gera og nokkrir þurftu að standa á ganginum fyrir utan biðstofuna. Krummi spurði hvort hann þyrfti að vera í hjólastól en það var óþarfi í þetta sinn. Þegar röðin kom loksins að okkur, vorum við fljót afgreidd. Sárið var hreinsað og hann fékk 2 flöskur af fljótandi pensilíni. Þegar ég uppgvötaði að þetta væri í mixtúru formi varð mér um og ó. Hver man ekki eftir ógeðslegu barnæsku meðulunum í vökvaformi, ojj. Nú er öldin önnur. Krumma hlakkar alltaf til að fá skammtinn sinn og segir þetta vera eins og jógúrt á bragðið. Hann getur líka séð lækningarmátt lyfsins og segir sárið minnka á hverjum degi.
Á skaðastofunni spurði ég hvort maður ætti alltaf að koma ef maður yrði fyrir hundabiti og svarið var já. Börn á íslandi fá stífkrampa sprautu þegar þau eru 5 og 14 ára og þær eiga að duga til þess að þau þurfa ekki að fá sprautu við bit. Mér skilst að sprautan eigi að duga í 10 ár, þannig að ef maður er orðinn meira en 24 ára hlýtur maður að þurfa að fá skammt ef maður er bitinn. Þá veit maður það..