Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Myndir frá apríl

miðvikudagur, maí 20, 2009

Myndir frá apríl

Eins og kannski flestir vita, þá vorum við á Íslandi um páskana. Við komumst að þeirri niðurstöðu að 10 dagar heima er bara alltof lítill tími. Reyndar vorum við út um allt land og eyddum því dýrmætum tíma í ferðalög.
Svona finnst ungviðinu nú gaman að ferðast í bíl. Þarf að segja meir...
Hér er ég á Hvammstanga að sortera gömul barnaföt. Gjörsamlega búin að RÚSTA stofunni hjá mömmu. Hafið engar áhyggjur, allt var fínt að lokum.Hrafn búinn að finna allt páska góssið. Ég nýtti mér það að hann er orðinn læs og bjó til flókinn getrauna-ratleik. Það var nú ekkert lítið spennandi. Hann var rosalega glaður að fá legó í staðin fyrir eitt eggið í viðbót. Ég mæli með því við allar ömmur og afa að gefa páska gjafir í staðin fyrir súkkulaði. Þ.e.a.s. ef þau vilja endilega gefa eitthvað. Persónulega finnst mér 1 egg vera nóg, en það er líka nauðsynlegt að fá egg.
Ég man að þegar ég var lítil, fengum við Bjöggi skæri frá Helgu ömmu og vorum súper glöð. Öðrum börnum fannst það reyndar hálf fáránlegt en þetta er eitthvað sem aldrei gleymist.
Hann er á mjög skemmtilegum málshátta aldri. Honum finnst mjög merkilegt að lesa málshættina en skilur auðvitað ekkert í þeim. Ekki skemmir fyrir þegar útskýringarnar fást.

Þegar við vorum á Leifsstöð að bíða eftir danmerkur fluginu, þá gerði Krummi sér lítið fyrir um og vann enn eitt páskaeggið í leik sem var þar í gangi. Það má kannski nefna það að það er enn uppá hillu en verður bráðum hámað í sig.