Öppdeit
Já, löt hefur hún verið að blogga. Það eru nú ýmsar ástæður fyrir því en sú helsta er annríki heimilisins. Annars skulda ég engar útskýringar...
Við fórum heim til Íslands um páskana. Það var rosa gaman að koma heim og ég var eitthvað hissa hvað það var margt sem við vorum farin að heimþráast yfir. Þannig að ég fór að telja hvað væri langt síðan við fluttum til Dk og fékk soldið áfall. Vægt áfall þá. En í dag erum við búin að búa hér í næstum 11 mánuði. Fljótt að líða. Ferið til Íslands var líka furðu fljót að líða og við vonum að við getum verið lengur næst. Næst verður semsagt um jólin.
Hér er veður búið að vera dásamlegt, fyrir utan rigningarvikuna um daginn. Við fengum góða gesti í apríl, þau Hjörvar og Guðný. Þau voru einstaklega heppin með veður. Við þrömmuðum um allan bæ og fengum okkur (allir nema ég auðvitað) slowbjór og fórum í pílukasts-parakeppni. Ég man ekki hvernig stigin fóru en eitthvað rámar mig í að ég sjálf hafi halað inn nokkrum góðum stigum fyrir mitt lið. Að vísu gataði ég eitthvað í hurðina bakvið píluspjaldið líka en það þarf ekkert að fylgja sögunni. Svo um kvöldið buðu gestirnir uppá krókódíla og kengúrur. Svakalega var gaman og gott að smakka það. Við gerðum fullt fleira skemmtilegt en ég hef nú komist að því fyrir fullt og allt að minn heittelskaði er hörmulegur leiðsögumaður. Hann verður t.d. aldrei aftur sendur með ferðalanga uppá flugvöll. Ég frétti nefnilega af leiðinni sem var farinn. Jéssúss og goss.
Ég hef líka komist að því að helgarferðir eru bara alltof stuttar en samt gaman að geta skroppið svona smá. Þið verðið lengur næst...
Við erum loksins að losna við gömlu dýru íbúðina okkar. Þessa dagana erum við að hamast við að þrífa þar og standsetja svo við fáum kannski eitthvað af svívirðilega háu tryggingunni okkar til baka. Við erum svo heppin að þekkja hana dúndur Kristínu (Thunder-Stínu) sem bauð fram hjálp sína með þrif. Og það gerði hún eftir að hafa haldið heilt barna afmæli. Fjúff... og takk aftur.
Ég er alveg að fara að hætta í skólanum. Enda bara 5 vikur til barnsburðar. Ég var líka að fá það staðfest að ég þarf að byrja uppá nýtt á þeirri skóla lotu sem var að byrja á. Þannig að þetta er búið að vera hálf tilgangslaust hjá mér eitthvað. Það er nú ekkert skrítið að ég eigi að byrja uppá nýtt, því ég næ rétt að klára 3 vikur af 10. Enda skildi ég aldrei hvað ég var að byrja á þessu í lok apríl.
Við erum orðnir stoltir apple eigendur. Það var soldið spes að fá allt í einu tölvu í hendurnar sem við þurftum að læra á uppá nýtt. En um leið og hún vandist, þá gátum við ekki skilið pc notkunina á okkur. Hinsvegar skiljum við núna apple hrokann í apple eigendum/notendum, því að kveikja á gömlu risaeðlunni sem við erum búin að nota til nokkura ára, er bara fyndið. Það tekur hana alveg ferð inní eldhús, tvö kex og klósettferð að ræsa sig.
Svo mörg voru þau orð.
Við fórum heim til Íslands um páskana. Það var rosa gaman að koma heim og ég var eitthvað hissa hvað það var margt sem við vorum farin að heimþráast yfir. Þannig að ég fór að telja hvað væri langt síðan við fluttum til Dk og fékk soldið áfall. Vægt áfall þá. En í dag erum við búin að búa hér í næstum 11 mánuði. Fljótt að líða. Ferið til Íslands var líka furðu fljót að líða og við vonum að við getum verið lengur næst. Næst verður semsagt um jólin.
Hér er veður búið að vera dásamlegt, fyrir utan rigningarvikuna um daginn. Við fengum góða gesti í apríl, þau Hjörvar og Guðný. Þau voru einstaklega heppin með veður. Við þrömmuðum um allan bæ og fengum okkur (allir nema ég auðvitað) slowbjór og fórum í pílukasts-parakeppni. Ég man ekki hvernig stigin fóru en eitthvað rámar mig í að ég sjálf hafi halað inn nokkrum góðum stigum fyrir mitt lið. Að vísu gataði ég eitthvað í hurðina bakvið píluspjaldið líka en það þarf ekkert að fylgja sögunni. Svo um kvöldið buðu gestirnir uppá krókódíla og kengúrur. Svakalega var gaman og gott að smakka það. Við gerðum fullt fleira skemmtilegt en ég hef nú komist að því fyrir fullt og allt að minn heittelskaði er hörmulegur leiðsögumaður. Hann verður t.d. aldrei aftur sendur með ferðalanga uppá flugvöll. Ég frétti nefnilega af leiðinni sem var farinn. Jéssúss og goss.
Ég hef líka komist að því að helgarferðir eru bara alltof stuttar en samt gaman að geta skroppið svona smá. Þið verðið lengur næst...
Við erum loksins að losna við gömlu dýru íbúðina okkar. Þessa dagana erum við að hamast við að þrífa þar og standsetja svo við fáum kannski eitthvað af svívirðilega háu tryggingunni okkar til baka. Við erum svo heppin að þekkja hana dúndur Kristínu (Thunder-Stínu) sem bauð fram hjálp sína með þrif. Og það gerði hún eftir að hafa haldið heilt barna afmæli. Fjúff... og takk aftur.
Ég er alveg að fara að hætta í skólanum. Enda bara 5 vikur til barnsburðar. Ég var líka að fá það staðfest að ég þarf að byrja uppá nýtt á þeirri skóla lotu sem var að byrja á. Þannig að þetta er búið að vera hálf tilgangslaust hjá mér eitthvað. Það er nú ekkert skrítið að ég eigi að byrja uppá nýtt, því ég næ rétt að klára 3 vikur af 10. Enda skildi ég aldrei hvað ég var að byrja á þessu í lok apríl.
Við erum orðnir stoltir apple eigendur. Það var soldið spes að fá allt í einu tölvu í hendurnar sem við þurftum að læra á uppá nýtt. En um leið og hún vandist, þá gátum við ekki skilið pc notkunina á okkur. Hinsvegar skiljum við núna apple hrokann í apple eigendum/notendum, því að kveikja á gömlu risaeðlunni sem við erum búin að nota til nokkura ára, er bara fyndið. Það tekur hana alveg ferð inní eldhús, tvö kex og klósettferð að ræsa sig.
Svo mörg voru þau orð.