Af væntanlegum tannsmiðum og unganum smáa: Þrumur og meððí..

miðvikudagur, maí 20, 2009

Þrumur og meððí..

Við höfum aldrei lent í öðrum eins þrumum og eldingum og í nótt. Við Brynjar vöknuðum bæði við ljós og læti um kl. 3.30 í nótt. Þrumurnar voru þvílíkar að hér nötraði glerið í gluggunum. Reyndar er ekkert tvöfalt verksmiðjugler hér á okkar heimili, meira svona eitthvað samansett rusl sem er óþétt í þokkabót. Barnið svaf sínu værasta og við urðum bara að segja honum hvað gékk á þégar hann vaknaði í morgun. Auðvitað hefur hann orðið vitni af enn meiri hamagangi í lofti, að eigin sögn. Enda er ómögulegt að hafa upplifað minni og ómerkilegri hluti en aðrir. Við Brynjar vorum andvaka og átum kex og piparfroska okkur til dundurs. Sjálf er ég svo lífsreynd að ég hef lært að telja út hvað eldingarnar eru langt í burtu og fann það út á mjög svo vísindalegan hátt að þær væru ca. 2km frá okkur. Það er líka sú minnsta fjarlægð sem ég hef upplifað. Ég verð að játa að mér var ekki alveg sama því lætin voru svo rosaleg. Ég fór að rífa allskyns rafmagnstæki úr sambandi til öryggis. Hvað á ég, sveita stelpan sjálf að vita um skaðsemi eldinga?