Þá veit maður það...
Ég veit ekki hvað syni mínum finnst um mig þessa dagana. Jú, reyndar veit ég það alveg en er að hugsa um að deila því með ykkur.
Í gær vorum við á leiðinni uppí Forum. Einhverra hluta vegna finnst honum ég ekki geta borið neitt danskt nafn fram rétt. Þó ég hermi mjög nákvæmlega eftir hans framburði, þá virðist ég aldrei ná að gera það nógu vel. Í gær var ég semsagt að reyna að læra að segja Forum. Eftir að hafa apað upp eftir honum 3x, þá gafst hann alveg upp og hreytti í mig: "MAÐUR Á EKKI AÐ SETJA HAUSINN FRAM". Ég hló svo mikið að kona á förnum vegi sneri sér við og horfði forviða á okkur.
Sjáið bara hvað ég er að vanda mig mikið, líkaminn gengur í bylgjum af áreynslu.
Núna áðan gat ég ekki snúið mér í hálfhring og ýtt sófanum saman með einni hendi. Þá fékk ég að heyra það að ég allt væri erfitt fyrir mig á meðan ég væri svona ólétt. Svo sagði hann að það væri allt erfitt fyrir mig núna - nema eitt... og það væri að borða. Svo væri ég mjög löt en það væri bara afþví að ég er ólétt.
Það er aldeilis skilningur á þessu heimili. Krummi er samt voðalega góður við mig. Þegar við þurfum að stoppa á miðju rölti þá fæ ég yfirleitt klapp á magann eða bakið og einstaklega mikla umhyggju.
Auðvitað er Brynjar líka súper góður við mig, en þessi póstur er ekki um hann...
Í gær vorum við á leiðinni uppí Forum. Einhverra hluta vegna finnst honum ég ekki geta borið neitt danskt nafn fram rétt. Þó ég hermi mjög nákvæmlega eftir hans framburði, þá virðist ég aldrei ná að gera það nógu vel. Í gær var ég semsagt að reyna að læra að segja Forum. Eftir að hafa apað upp eftir honum 3x, þá gafst hann alveg upp og hreytti í mig: "MAÐUR Á EKKI AÐ SETJA HAUSINN FRAM". Ég hló svo mikið að kona á förnum vegi sneri sér við og horfði forviða á okkur.
Sjáið bara hvað ég er að vanda mig mikið, líkaminn gengur í bylgjum af áreynslu.
Núna áðan gat ég ekki snúið mér í hálfhring og ýtt sófanum saman með einni hendi. Þá fékk ég að heyra það að ég allt væri erfitt fyrir mig á meðan ég væri svona ólétt. Svo sagði hann að það væri allt erfitt fyrir mig núna - nema eitt... og það væri að borða. Svo væri ég mjög löt en það væri bara afþví að ég er ólétt.
Það er aldeilis skilningur á þessu heimili. Krummi er samt voðalega góður við mig. Þegar við þurfum að stoppa á miðju rölti þá fæ ég yfirleitt klapp á magann eða bakið og einstaklega mikla umhyggju.
Auðvitað er Brynjar líka súper góður við mig, en þessi póstur er ekki um hann...